Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Kári kvíðinn vegna nýjustu smita: „Við erum á hættu­legu augna­bliki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og kunnugt er hafa afbrigði COVID-19 veirunnar verið að greinast undanfarna daga sem ekki haf sést áður hérlendis. Formaður Íslenskrar erfðagreiningar segir mikilvægt að hafa sem allra fyrst uppi á þeim sem hinir sýktu komust í tæri við og setja þá í sóttkví. 

„Við verðum að vera vak­andi og verðum að hreyfa okk­ur hratt, ganga úr skugga um að við ger­um allt sem við get­um til þess að finna þá sem hafa kom­ist í snert­ingu við þá sýktu og setja þá í sótt­kví,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við mbl.is, í kjölfar fregna um af­brigði COVID-19 veirunn­ar sem greinst hafa und­an­farna daga og hafa ekki sést áður hérlendis.

Spurður hvort hann óttist að önnur bylgja sé í aðsigi segist Kári ekki vita það. „Það fer allt eft­ir því hversu vel okk­ur tekst að hemja þetta þegar það kemst inn í landið. Núna er ég pínu­lítið kvíðinn af því þessi íþróttamaður og faðir­inn í fót­bolta­keppn­inni og síðan þeir uppi á Akra­nesi, þeir tengj­ast ekki beint, svo það er alltaf sú hætta að það sé eitt­hvað fólk inni á milli,“ segir hann við mbl.is og vísar þar til smitanna sem hafa verið að greinast hérlendis síðustu daga.

Kári bendir á að til dæm­is sé íþróttamaður­inn með stökk­breyt­ingu sem er pínu­lítið öðru­vísi en hjá hinum, það séu tvær stökk­breyt­ing­ar í viðbót og það gæti bent til þess að það væru ein­hverj­ar mann­eskj­ur inni á milli sem hefðu sýkst. Segir hann því mikilvægt að hafa uppi á þeim sem komust í snertingu við hina sýktu og setja þá í sóttkví. „Við erum á hættu­legu augna­bliki en ég hef fulla trú á að við get­um náð stjórn á þessu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -