Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Kári svarar fyrir „frekjukastið“ – „Við björguðum því sem bjargað varð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um fátt hefur verið meira rætt í samfélaginu í dag og í gær en ákvörðun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hætta skimunum og slíta samstarfi við landlæknisembættið frá og með næsta mánudegi.

Ákvörðunin hefur fengið misjafnar undirtektir, margir skilja ákvörðun Kára, meðan aðrir telja hann einfaldlega í frekjukasti. Þeirra á meðal Smári McCarthy, þingmaður Pírata, en Kári svarar honum í færslu á Facebook-síðu sinni, og hvetur hann Smára og aðra til að skoða hvað það er sem kallað er enn eitt frekjukastið hjá Kára.

Sjá einnig: Afstaða Kára umdeild

„Við hjá Íslenskri erfðagreiningu(ÍE) erum búin að skima eftir veirunni í rúma fjóra mánuði og í um 74 þúsund Íslendingum, við erum búin að raðgreina hana úr öllum með staðfesta sýkingu, við erum búin að skima eftir mótefnum gegn veirunni í 30-40 þúsund Íslendingum, við erum búin að taka sýni úr meiri hluta þessa fólks og skipuleggja sýnatöku úr öðrum, við erum búin að senda fólk út á land í sýnatökur, við erum búin að leggja að mörkum sérþekkingu til þess að grafa eftir þekkingu í gögnunum sem urðu til og við erum búin að taka þátt í alls konar fundum sem hafa leitt til afdrifaríkra ákvarðana í sóttvörnum,“ segir Kári og bendir jafnframt á að þetta hafi hann og starfsmenn hans gert af fúsum og frjálsum vilja og ekki þegið neina greiðslu fyrir, án meðan að þeir hafi vanrækt dagvinnu sína hjá ÍE.

„Við höfum á þessum fjórum mánuðum vanrækt dagvinnuna okkar að því marki að það stefnir framtíð ÍE í hættu. Án þessa framlags hefði varla tekist að koma böndum á faraldurinn.“

Kári segir að á sama tíma hafi hann og starfsmenn hans ekki fengið neinar upplýsingar frá heilbrigðisráðuneytinu og ekki haft aðgang að neinum upplýsingum um það hvernig hið opinbera ætlaði að taka við þeim verkefnum sem ÍE hefur séð um.

- Auglýsing -

„Við sáum okkur ekki fært að halda áfram að leggja að mörkum til skimurnar á landamærum án þess að sjá fyrir endann á okkar þátttöku,“ segir Kári og segist því hafa umrætt bréf til ríkisstjórnarinnar.

„Svarið sem ég fékk var einhvern veginn svona: „Hvað heldurðu að þú sért? Við ætlum að setja verkefnastjóra í að skoða hvernig best væri að þessu staðið og hann skilar af sér 15. september eða eftir tíma sem jafnast á við þann tíma sem faraldurinn stóð yfir.“

Segist Kári ósáttur við svarið, sem segi ekkert til um hvernig aðkomu ÍE að skimunum muni ljúka. Segist hann því hafa gefið ríkistjórninni sjö daga til þess að taka við verkefninu,

- Auglýsing -

„sem er mun lengri tími en tók okkur að setja upp þá aðstöðu sem við erum með til skimana. Sem sagt við hlupum til þegar það var ljóst að heilbrigðiskerfið gat ekki höndlað vandann. Við björguðum því sem brargað varð og þegar við þurfum að snúa okkar að því að halda okkur sjálfum á floti flokkast það í huga Smára undir afleiðingar frekjukasts. Hann er með skringilegt höfuð á herðum sér hann Smári en alls ekki alvitlaust.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -