Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Karl Gauti um orkupakkann „Stjórnarliðum er fyrirmunað að útskýra málið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Orkupakkamálið var kynnt með þeim hætti að óhætt væri að samþykkja það vegna þess að ríkisstjórnin hefði gert við það lagalegan fyrirvara,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi.

„Stjórnarliðum er fyrirmunað að útskýra málið og álitaefni þess með fullnægjandi hætti – Það hefur þeim svo sannarlega ekki tekist og virðast á stundum ekki hafa það fyllilega á valdi sínu.“

Hann gagnrýndi stjórnarliða og stuðningsfólk pakkans fyrir að kvarta yfir málþófi en hafa ekki tekist að ræða málið efnislega. „Stjórnarliðar hafa ekki getað útskýrt fyrir þingmönnum né fyrir þjóðinni hvað felst í þessum lagalega fyrirvara eða hvar hans er að leita, en hann virðist helst felast í einhverjum skilningsríkum samtölum við menn úti í Evrópu eða reglugerðardrögum hér uppi í ráðuneyti Þeir hafa ekki heldur getað útskýrt fyrir þjóðinni hverjar verða afleiðingar þess ef þessir fyrirvarar standast ekki.“

Karl Gauti sagði umræðuna um þriðja orkupakkann snúast um annað en málið sjálft. „Í stað þess að upplýsa almenning um margar og flóknar hliðar þessa máls, er umræðunni stýrt þannig að hún fari helst fram að næturlagi og hæstvirtur Forseti og þeir sem fara með dagskrárvaldið. slá nú bæði sín eigin met og annarra í lengd funda á Alþingi.“

Þá snerti hann á fjórða orkupakkanum í ræðunni. „Ríkisstjórnin fæst heldur ekki, – Í samhengi við þetta mál, að ræða fjórða orkupakkann sem er fullsmíðaður upp á þúsund blaðsíður Sá pakki hefur ekki verið kynntur þingmönnum – Á meðan sá þriðji liggur hér fyrir til samþykktar. Til þess að geta rætt málið ofan í kjölinn og áhrif þess á yfirráð okkar yfir mikilvægustu orkuauðlindum þjóðarinnar þurfa allar upplýsingar að liggja fyrir“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -