Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Karl kynnir tvo örgustu sumar vágesti okkar Íslendinga: „Báðar sjúga blóð úr fólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl Skírnisson, Lífræðingur hefur birt áhugaverðar færslur um lúsmý og bitmý en báðar tegundirnar valda Íslendingum töluverðum ama á sumri hverju.

 

Karl Skírnisson, líffræðingur Mynd: Facebook

 

 

Bitmý (Simulium) og lúsmý (Culicoides) horfast í augu! Hér má sjá stærðarmuninn á þessum tveimur blóðþyrstu tvívængjum sem hrjá landsmenn á sumrin. Ég náði báðum flugunum (og mörgum öðrum tegundum) í glugganum að Litlu Borgum í Hornafirði um miðjan júlí 2021. Til veiðanna notaði ég fínan pensil sem áður hafði verið vættur í spritti og færði aflann í sýnaglas með EtOH. Skömmu áður höfðu borist fregnir af lúsmýi í nágrenninu og var sá fundur staðfestur af kollegunum á Náttúrufræðistofnun, segir Karl og birtir mynd sem sjá má hér að neðan með færslu sinni.

 

- Auglýsing -
Mynd Karls af bitmýi og Lúsmýi. Mynd: Facebook

 

Í annarri færslu segir Karl: Bitmý og lúsmý eru tvær ólíkar, mjög misstórar tegundir þar sem lúsmýið er mun smávaxnara. Báðar sjúga blóð úr fólki og iðulega blæs stungusvæðið upp vegna ofnæmisviðbragða. Hér er mynd sem ég tók af lúsmýi sem flögraði inn um glugga á Tilraunastöðinni á Keldum. Ég gómaði þessa litlu flugu og ljósmyndaði hana meðan hún var enn á lífi. Þessa dagana ber nokkuð á bitmýi í Hornafirðinum þar sem ég hef verið síðustu vikur – en þar hef ég enn ekki orðið var við lúsmý! Vona að það haldist svo sem lengst. En skjótt skipast veður í lofti… Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur á Náttútufræðistofnun fékk sýni til greiningar á dögunum og þar staðfesti hann lúsmý!“.

 

- Auglýsing -
Mynd Karls af lúsmýi. Mynd: Facebook

 

Þessir vágestir hafa valdið töluverðum usla og óþægindum. Börn sem fullorðnir  oft mjög illa út leikið eftir bit frá þessum skepnum. Fólk er farið að forðast þau svæði þar sem mikið er um vágestina smáu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -