Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Karl segir ekkert að óttast -„Það var hringt í lögguna á okkur í gær en það er algjör óþarfi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karl James Pestka fyrrum fiðluleikari hljómsveitarinnar Árstíðir tilkynnti nýjum nágrönnum sínum á dögunum að óþarfi væri að hræðast sig þó hann stæði kyrr um stund við bíl, hann væri einungis að bíða eftir kisunni sinni henni Ynju sem væri að fela sig undir bílnum. En einhverjum hefur greinilega þótt hegðun Karls eitthvað grunsamleg, því um daginn var lögreglunni sigað á hann.

Karl með kisunni sinni Ynju.

Karl skrifaði í Facebook hóp Vesturbæinga.

„Hæ! Við erum Kalli og Ynja og erum nýflutt í hverfinu á Víðimel. Við höfum farið út að rölta hvern einasta dag síðan Ynja kom heim til okkar frá Kattholti. Þetta gæti litið alveg skringilega út fyrir fullorðinn mann og kött, en hún er svona spes kisi sem krefst labbílabb. Við erum vingjarnleg og endilega segðu hæ ef þú rekst á okkur! Ekki vera hrædd ef ég stend og bíð eftir henni á meðan hún felur sig undir bílnum. Það var hringt í lögguna á okkur í gær en það er algjör óþarfi, hún er ekki einu sinni með bílpróf sko.“

Maggi nokkur skrifar við færsluna: „Minn kisi kemur alltaf með í göngutúr þegar ég fer út með hundinn á kvöldin…ég vona að enginn fari að hringja á lögguna út af okkur…ætti ég kannski að skilja köttinn eftir heima bara til vara?“

Svava skrifar að undanfarið hafi töluvert borið á þjófnaði í hverfinu sem skýri kannski lögreglu útkallið.

„Velkomin í hverfið!  Þetta var góð kynning og ég vona að enginn sigri löggunni á ykkur aftur.  Fólk er svolítið hvekkt vegna fjölda reiðhjólaþjónaða og bílainnbrota í hverfinu.“

- Auglýsing -

Fjölmargir hafa boðið Karli og Ynju velkomin í hverfið og hafa einnig þó nokkrir vottað það að hér sé á ferð góður maður sem eigi þurfi að hræðast.

„Þið eruð yndi, bæði tvö,“ skrifar Esther.

„Yndislegasta hverfisnágrannakynning sem ég hef séð. Erfitt að toppa þetta,“ skrifar ein.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -