Í nýju tölublaði Mannlífs er fjallað um veggina sem konur lenda á þegar þær kvarta undan kynferðislegu áreiti á vinnustað.
Margrét Erla Maack, sem hefur starfað sem plötusnúður og skemmtikraftur árum saman, hefur ekki farið varhluta af þeirri kynferðislegu áreitni sem viðgengst í þeim bransa. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, segir mjög algengt að ekki sé brugðist við kvörtunum um kynferðislega áreitni innan vinnustaða, eða að það sé brugðist við með röngum hætti.
Margréti og Sonju kemur ekki á óvart hvernig stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafa tekið á kynferðislegri áreitni innan fyrirtæksins. Þær segja að í kjölfar #metoo byltingarinnar séu þess dæmi að ástandið hafi sums staðar versnað og áreitnin aukist. Á sumum vinnustöðum nýti tilteknir karlar umræðuna til að gera enn minna úr konum með niðrandi athugasemdum og hegðun til þess að ná aftur sinni valdastöðu og tryggja hana. Margrét Erla og Sonja Ýr eru í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs sem kemur út á morgun.