Í ákærunni segir að lögregla hafi skipti út amfetamínbasanum fyrir annan vökva en látið amfetamínið vera vegna rannsóknarhagsmuna. Lögreglumenn vigtuðu engu að síður amfetamínið á staðnum, tóku sýni sem síðan var greint af tæknideildinni.
Mánuði eftir leynilegu húsleitina kom lögreglan aftur á staðinn. Maðurinn framvísaði þá því amfetamíni sem eftir var eða rúmlega 200 grömmum.
Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi lyfjum sem saksóknari telur að hann hafi ætlað að selja og dreifa. Þetta voru meðal annars töflur og nokkuð af ambúlum.
Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan þennan mánuð.