Sunnudagur 29. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Karlmaður á fimmtugsaldri ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot – leynileg húsleit

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Í ákærunni kemur fram að lögreglan hafi farið í leynilega húsleit á heimili mannsins í desember fyrir þremur árum þar sem hún fann lítra af amfetamínbasa og rúmlega 400 grömm af amfetamíni.

Í ákærunni segir að lögregla hafi skipti út amfetamínbasanum fyrir annan vökva en látið amfetamínið vera vegna rannsóknarhagsmuna. Lögreglumenn vigtuðu engu að síður amfetamínið á staðnum, tóku sýni sem síðan var greint af tæknideildinni.

Mánuði eftir leynilegu húsleitina kom lögreglan aftur á staðinn. Maðurinn framvísaði þá því amfetamíni sem eftir var eða rúmlega 200 grömmum.

Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi lyfjum sem saksóknari telur að hann hafi ætlað að selja og dreifa. Þetta voru meðal annars töflur og nokkuð af ambúlum.

Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan þennan mánuð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -