Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Karlmaður á sjötugsaldri ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö ungum stúlkum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í byrjun desember á síðasta ári sendi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá sér tilkynningu þar sem fram kom á karlmaður á sjötugsaldri hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um fjölda blygðunarsemis-og barnaverndarlagabrot gegn börnum. Maður­inn er grunaður um að hafa sent börn­um á aldr­in­um 11 til 16 ára skila­boð af kyn­ferðis­leg­um toga. Þetta kemur fram í frétt Freys Gígju Gunnarssonar, fréttaritara á RÚV.

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að hann væri grunaður í 22 málum þar sem börn kæmu við sögu.

Nú hefur Héraðssaksóknari gefið út ákæru á hendur karlmanninum fyrir kynferðisbrot gegn sjö ungum stúlkum. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í byrjun desember og í byrjun mars framlengdi Landsréttur gæsluvarðhald yfir honum í byrjun, þar sem hann var grunaður um brot gegn fleiri stúlkum. Rannsóknin er á lokastigi og er reiknað með að þau verði fljótlega send saksóknaraembættinu til ákvörðunar um saksókn.

Í samtali við Mannlíf sagði Ævar Pálmi Pálma­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn á kyn­ferðis­brota­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, að meint­um brotaþolum, þ.e. börn­um sem talið er að maður­inn hafi brotið á, hafi fjölgað um 6-7 frá því áður og nú sé maður­inn grunaður um brot gegn 25-30 börn­um.

Gerði tilraun til að mæla sér mót við þær

Manninum er gefið að sök að hafa viðhaft við þær kynferðislegt tal og sent sumum þeirra kynferðislegar myndir. Í tvö skipti er hann sagður hafa gert tilraun til að mæla sér mót við þær.

Héraðssaksóknari taldi brýnt að maðurinn sætti áfram gæsluvarðhaldi. Hann væri undir rökstuddum grun um að hafa nálgast börn ítrekað í kynferðislegum tilgangi í gegnum símtæki sem hann ætti auðvelt með að fá aðgang að væri hann frjáls ferða sinna.  Yrði hann fundinn sekur væri viðbúið að hann fengi ekki skilorðsbundinn dóm enda væru öll brotin mjög alvarleg.

- Auglýsing -

Héraðsdómur Reykjavíkur tók undir þetta. Dómurinn sagði að þótt maðurinn hefði braggast og liði betur eftir að hafa verið hnepptur í gæsluvarðhald væri ekki hægt að treysta því að allt færi ekki í sama farið yrði hann látinn laus.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -