Lögregla handtók tvo þjófa á hóteli í miðbæ Reykjavíkur um klukkan fimm í gær. Eru þeir grunaðir um að hafa stolið tölvum af hótelinu og gistu því bak við lás og slá vegna málsins. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag.
Karlmaður í Hafnarfirði gekk berserksgang með golfkylfu og skemmdi þar bíl. Maðurinn var handtekinn en ekki er vitað hvað honum gekk til.
Rúta festist í vegkanti vegna veðurs klukkan níu í gærkvöld. Bílstjóranum tókst að losa hana eftir stutta stund og fylgdi lögregla rútunni versta vegkaflann.
Höfð voru afskipti af ökumanni í Kópavogi klukkan hálf fjögur í nótt en maðurinn reyndi að flýja lögreglu en komst ekki langt. Reyndist hann vera sviptur ökuréttndum og undir áhrifum vímuefna.