Skömmu fyrir klukkan tvö í nótt barst lögreglunni tilkynning um eld í bifreið. Bíllinn var staðsettur í hverfi 108 og líklegt þykir að um íkveikju hafi verið að ræða. Slökkvilið mætti og slökkti eldinn. Bíllinn var fluttur af vettvangi að slökkvistarfi loknu og rannsókn málsins stendur yfir.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu í gærkvöldi. Báðir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Þá var karlmaður handtekinn í Kópavogi í nótt. Maðurinn fór með lögreglu og gisti í fangaklefa en er hann grunaður um hylmingu.