Lögregla handtók karlmann, í mjög annarlegu ástandi, í Laugardalnum klukkan sex í gærkvöldi. Maðurinn var óviðæðuhæfur og hafði berað sig á almannafæri. Var hann látinn gista í fangaklefa lögreglu þar sem hann bíður yfirheyrslu. Þá verður kannað hvort beita þurfi frekari þvingunarúrræðum vegna háttsemi mannsins en lögregla hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af manninum.
Seinna um kvöldið hafði lögregla afskipti af skemmdarvörgum í Hafnarfirði. Voru ungmenni að verki og höfðu þau skemmt klæðningu á verslunarhúsnæði í miðbæ Hafnarfjarðar. Málið er unnið með aðkomu foreldra og barnaverndar.
Lögregla handtók þrjá aðila í Kópavogi með fíkniefni í fórum sínum. Voru þeir látnir lausir að loknum yfirheyrslum. Alls voru hafð afskipti af átta manns vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Nokkrir reyndust án ökuréttinda.