Sunnudagur 24. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Karlmaður lést í sjónum á Reykjanesi – Lögreglan varar við sjóböðum á staðnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður á fertugsaldri lést á sunnudaginn en hann féll í sjóinn við affall frá Reykjanesvirkjun.

Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um atvikið og fór þegar af stað sem og aðilar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Því miður var það of seint.

Maðurinn fannst án meðvitundar í sjónum og endurlífganir báru ekki árangur.

Lögreglan á Suðurnesjum ítrekar að sjóböð við áðurnefnt affall eru bönnuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér í kjölfar þessa harmleiks.

Áður hefur verið varað við því að baða sig í affallinu, en HS Orka sendi frá sér tilkynningu í fyrra, eftir að fregnir bárust af vinsældum affallsins sem baðstaðar, og þar sagði meðal annars að bæði geti vatnið við affallið hitnað mjög mikið og mjög skyndilega, og einnig að mikill sogkraftur Atlantshafsins og öldugangur getur skapað hættu við affallið.

- Auglýsing -
Þetta er affallið hættulega. Stranglega bannað er að fara ofan í sjóinn við affallið.

Vatnið sem kemur úr affallinu er yfirleitt um 35 gráðu heitt, en hitinn getur skyndilega hækkað í allt að 100 gráður, ef aðstæður í orkuverinu breytast.

Þá er sjórinn við svæðið mjög straumharður og affallið er alls ekki náttúrulaug, eins og víða hefur verið haldið fram á samfélagsmiðlum undanfarin ár, heldur affall frá orkuveri sem getur verið mjög breytilegt eftir aðstæðum.

Mannlíf vottar aðstandendum mannsins samúð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -