Lögreglan a höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast á kvöld og næturvaktinni en alls voru 50 mál bókuð á tímabilinu kl. 17-5.
Laust eftir miðnætti kom öryggisvörður að manni sem hafði farið yfir girðingu í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og var þar í setlauginni. Karlmaðurinn var rekinn upp úr og látinn laus eftir upplýsingatöku lögreglu.
Um sama leytir var 15 ára ökumaður stöðvaður í Kópavogi. Var hann kærður fyrir akstur án ökuréttinda og eldri farþegi kærður fyrir að fela ökumanni stjórn ökutækis. Haft var samband við forráðamann og málið tilkynnt til barnaverndar.
Þó nokkrar tilkynningar bárust lögreglu á tímabilinu um ósjálfbjarga fólk í annarlegu ástandi. Fólkið var aðstoðað, ýmist með akstri heim til sín, á slysadeild eða gistiskýlið.