Lögregla var kölluð út í Hlíðarnar í gærkvöldi þar sem hnífstunga hafði átt sér stað. Gerandinn var handtekinn á vettvangi en sá sem varð fyrir hnífstungunni var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Fyrr um kvöldið var lögregla kölluð út í Vesturbæ vegna líkamsárásar. Gerandi lét sig hvefa og var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Um svipað leyti var aðili handtekinn í Kópavogi fyrir framleiðslu fíkniefna. Var hann látinn laus að skýrslutöku lokinni. Þá stöðvaði lögregla þrjá sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna. Einn reyndist hafa gert slíkt áður og hafði verið sviptur ökuréttindum.