Karlmaður á fimmtugsaldri sem var fyrstur Íslendinga til að greinast með COVID-19 veiruna verður útskrifaður af spítala í dag. Hann hefur verið í eingangrun frá einangrun og er nú einkennalaus og því ekki talin ástæða til að halda honum lengur inn á spítala.
Í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi sagði hann: „Ég er með lítil einkenni og er hér í góðu yfirlæti. Það væsir því ekki um mig og ég geri ekki ráð fyrir öðru en að ná fullum bata.“
Í gær voru tveir aðrir Íslendingar greindir með COVID-19, karlmaður á sextugsaldri, og kona á fimmtugsaldri. Allir þrír einstaklingarnir voru nýkomnir úr skíðaferðum á norðanverðri Ítalíu.