Í dag eru 75 ár liðin frá frelsun fanga sem var haldið í Auschwitz-útrýmingarbúðum nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Katrín Middleton, hertogaynja af Cambridge, hefur undanfarið unnið að ljósmyndasýningu þar sem hún myndar fólk sem komst lífs af úr helför nasista. Myndirnar afhjúpaði hún í dag, á alþjóðlegum minningardegi fyrir fórnarlömb helfararinnar.
Á myndunum má sjá fólk sem tókst að skapa sér nýtt líf í Englandi eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk.
Tvær myndir Katrínar, sem eru hluti af stærri sýningu sem verður opnuð seinna í ár, voru birtar á Instagram-síðu Kensington hallar.
Á fyrri myndinni má sjá Steven Frank, 84 ára, ásamt barnabörnum sínum, Maggie og Trixie.
Steven var sendur ásamt móður sinni og bræðrum í hollensku Westerbork-búðirnar og svo þaðan í Theresienstadt-fangabúðir nasista í Tékkóslóvakíu. Í texta um myndir Katrínar kemur fram að 15.000 börn hafi verið send í Theresienstadt en aðeins 93 þeirra komust lífs af, þar á meðal var Steven.
Á seinni myndinni er Yvonne Bernstein, 82 ára, með barnabarni sínu, Chloe. Yvonne var á flakki og í felum í Frakklandi í seinni heimsstyrjölsinni ásamt frændfólki sínu.
Myndir Katrínar má sjá hér fyrir neðan.