Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, er í góðum félagsskap á lista viðskiptatímaritsins CEO Magazine yfir 20 áhrifamestu konur heims.
Leikkonan Angelina Jolie er efst á lista CEO Magazine og hún prýðir forsíðu tímaritsins. Í úttekt CEO Magazine kemur fram að þær konur sem rötuðu á listann eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram út á sínu sviði.
Í úttektinni er svo fjallað um hverja og eina konu fyrir sig. Þá kemur fram að Katrín sé yngsti kveðleiðtoginn í Evrópu, mikill femínisti og umhverfissinni.
Á listanum er afar fjölbreyttur hópur kvenna. Aðrar konur sem rötuðu á listann eru mannréttingalögfræðingurinn Amal Clooney, íþróttakonan Serina Williams, fatahönnuðurinn og dýravinurinn Stella McCartney, leikkona Emma Watson og friðarverðlaunahafi Nóbels, Malala Yousafzai, svo nokkur dæmi séu tekin.
Listann má skoða í heild sinni á vef CEO Magazine.