Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Katrín Jakobsdóttir biður Erlu Bolladóttur afsökunar: Erla fær 32 milljónir króna í miskabætur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er það ljóst að sam­komu­lag hef­ur náðst milli rík­is­ins og Erlu Bolla­dótt­ur vegna gæslu­v­arðhalds sem hún sætti fyr­ir meinta aðild að hvarfi Geirfinns Ein­ars­son­ar.

Hún var sýknuð af þeim ákær­um í Hæsta­rétti árið 1980, en mátti sæta frels­is­svipt­ingu í átta mánuði vegna máls­ins.

Fram kemur að sam­kvæmt sam­komu­lag­inu greiðir ríkið Erlu miska­bæt­ur fyr­ir gæslu­v­arðhaldið, á nákvæmlega sama grund­velli og sak­born­ing­um í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu, sem seinna voru sýknaðir, voru dæmd­ar í Lands­rétti.

Fjár­hæð miska­bót­anna er 32 millj­ón­ir króna; tek­ur mið af þeim bót­um sem Lands­rétt­ur ákv­arðaði fyr­ir gæslu­v­arðhald í fyrr­nefnd­um dóm­um.

Allt í allt sat Erla í gæslu­v­arðhaldi í 232 daga í tengsl­um við málið hryllilega, að því er for­sæt­is­ráðuneytið grein­ir frá.

Bent er á að sam­komu­lagið við Erlu tek­ur aðeins til gæslu­v­arðhalds vegna rann­sókn­ar á hvarfi Geirfinns Ein­ars­son­ar; nær ekki til dóms vegna rangra sak­argifta; hann stend­ur óhaggaður, sbr. niður­stöðu End­urupp­töku­dóms frá 14. sept­em­ber síðastliðnum.

- Auglýsing -

Í yf­ir­lýs­ingu for­sæt­is­ráðherra, Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, sem er hluti sam­komu­lags­ins er Erla Bolla­dótt­ir beðin sér­stak­lega af­sök­un­ar á þeirri illu meðferð sem hún mátti þola; og einnig af­leiðing­um henn­ar.

Katrín Jakobsdóttir, Mynd: Róbert Reynisson

Hér má lesa yf­ir­lýs­ingu for­sæt­is­ráðherra:

Hvörf þeirra Guðmund­ar Ein­ars­son­ar og Geirfinns Ein­ars­son­ar hafa varpað skugga á ís­lenskt þjóðlíf um ára­tuga skeið og sett mark sitt á ævi fjöl­margra ein­stak­linga. Óvissu­ástandi sem sneri að sak­born­ing­um í þess­um mál­um var að mestu eytt með sýknu­dómi Hæsta­rétt­ar yfir þeim sem tald­ir voru bera ábyrgð á manns­hvörf­un­um, dóm­um Lands­rétt­ar um sann­gjarn­ar bæt­ur þeim til handa svo og lög­um nr. 128/​2019, sem tryggðu bæt­ur til aðstand­enda hinna sýknuðu sem voru látn­ir. Þá hafa þeir sem sýknaðir voru og aðstand­end­ur verið beðnir af­sök­un­ar á því hvernig staðið var að þeirra mál­um og að þeir hafi verið rang­lega sak­felld­ir og sætt langri fang­elsis­vist. En mál þetta lýt­ur að fleiri sak­born­ing­um í mál­un­um, sem sættu rann­sókn og gæslu­v­arðhaldi, sem á sér vart hliðstæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu. Erla Bolla­dótt­ir, ung kona með korna­barn, sætti þannig gæslu­v­arðhaldi vegna meintr­ar hlut­deild­ar í hvarfi Geirfinns Ein­ars­son­ar frá byrj­un maí­mánaðar 1976 og fram að jól­um sama ár. Aðstæður sem gæslu­föng­um voru bún­ar á þeim tíma voru sér­lega erfiðar, eins og dóm­ar hafa staðfest. Erla var sýknuð af ákæru fyr­ir aðild að hvarfi Geirfinns Ein­ars­son­ar með dómi Hæsta­rétt­ar 1980 og féll því ekki und­ir sýknu­dóm Hæsta­rétt­ar á ár­inu 2018, og því ekki und­ir þær ráðstaf­an­ir sem ríkið ákvað að grípa til í kjöl­far hans. Er staða Erlu því sér­stök meðal sak­born­ing­anna í mál­inu. Lengd frels­is­svipt­ing­ar henn­ar meðan á rann­sókn Geirfinns­máls­ins stóð og aðstæður sem henni og barni henn­ar voru bún­ar á þeim tíma eru for­dæma­laus­ar. Í því skyni að leiða til lykta þessi mál, að því er fyrr­um sak­born­inga varðar, þykir eðli­legt og sann­gjarnt að biðja Erlu sér­stak­lega af­sök­un­ar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og af­leiðing­um henn­ar. Þá þykir og sann­gjarnt, þó svo að langt sé um liðið, að Erla fái sam­hliða greidd­ar bæt­ur vegna frels­is­svipt­ing­ar sinn­ar í gæslu­v­arðhaldi til sam­ræm­is við bæt­ur sem Lands­rétt­ur ákv­arðaði sak­born­ing­um sem sýknaðir voru af sök­um varðandi manns­hvörf­in. Blogga um frétt

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -