Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Katrín bjartsýn á að vera ekki með COVID: „Vona að öllum batni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er komin í smitgát líkt og næstum allir ráðherra á landinu. Ætlast er af þeim að sem eru í smitgát að viðkomandi haldi sig til hlés og forðist margmenni.

Katrín segir á Facebook að ráðherra teljist til ytri hrings mögulegs smithóps í tengslum við Hótel Rangá. „Eins og fram hefur komið þá hefur verið ákveðið að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari í tvöfalda skimun og viðhafi smitgát á milli eftir að nokkur kórónuveirusmit greindust í gær hjá einstaklingum sem dvöldu á Hótel Rangá. Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á hótelinu þriðjudaginn 18. ágúst en vinnufundur ríkisstjórnarinnar var á Suðurlandi 18.-19. ágúst.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar teljast til ytri hrings hins mögulega smithóps og eru því ekki hluti þess hóps sem auknar líkur eru á að hafi verið útsettur fyrir smiti. Tveir ráðherrar snæddu ekki á Hótel Rangá, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra, og þurfa því ekki að undirgangast ráðstafanirnar,“ segir Katrín.

Hún segir ríkisstjórnina hafa passað sig síðan þá. „Eitt af leiðarljósum okkar í gegnum þennan faraldur hefur verið að halda samfélaginu eins mikið gangandi og hægt er en viðhafa um leið varúðarráðstafanir vegna faraldursins. Vel var gætt að sóttvarnaráðstöfunum bæði á vinnufundi og um kvöldið en þessi fjöldi smita á þessum stað sýnir auðvitað hve skæð og bráðsmitandi veiran er,“ segir Katrín.

Hún óskar að lokum öllum fljótum bata. „Sóttvarnayfirvöld hafa brugðist við með skýrum og fumlausum hætti en fjöldamargir eru nú ýmist á leið í sóttkví eða skimun samkvæmt vinnureglum heilbrigðisyfirvalda. Vona að öllum batni fljótt sem hafa nú greinst með smit og þetta fari allt vel.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -