„Kæru vinir. Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ég er ykkur ævinlega þakklát fyrir stuðninginn og peppið síðustu fjögur árin en hlakka mikið til að snúa aftur í minn gamla geira og hef störf hjá Dohop síðar á árinu. Ég mun áfram sinna öllum mínum skyldum sem borgarfulltrúi af krafti og heilindum út kjörtímabilið,“ segir borgarfulltrúinn Katrín Atladóttir.
Katrín, sem situr í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokksins, mun hefja störf hjá Dohop í vor, en sinnir auðvitað sínum skyldum út kjörtímabilið.
Katrín segist hafa tekið ákvörðun um að hætta í borgarstjórn síðasta sumar; einngi að það hafa verið áfall að upplifa hvað allt gangi hægt fyrir sig í stjórnsýslu Reykjavíkur og að minnstu hlutir geti tekið mörg ár.
Hún segist stolt af störfum sínum og þá sérstaklega tillögu sinni um aukna forritunarkennslu barna og hjólreiðaáætlun Reykjavíkur.