Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsótti elsta Íslending allra tíma, Dóru Ólafsdóttur, í morgun.
Óskaði forsætisráðherran Dóru til hamingju með þann áfanga að hafa náð hærri aldri en nokkur annar einstaklingur í gjörvallri sögu Íslands.
Dóra fæddist 6. júlí árið 1912 í Suður-Þingeyjarsýslu, sem gerir hana 109 ára og 160 daga gamla.
„Sem sérstök áhugamanneskja um langlífi spurði ég hana hvert leyndarmálið væri á bak við að hafa lifað svona lengi.
Dóra sagði mér að hún léti tóbakið og áfengið í friði, hefði gengið mikið, farið í sund og síðast en ekki síst lifað rólegu lífi og alla tíð haft gaman af að lesa.
Við getum öll haft þetta í huga á aðventunni,“ skrifaði Katrín á Facebook-síðu sinni og birti ljósmynd af sér með Dóru sem virtist hæstánægð með heimsóknina.