Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fótbrotnaði: Ætlar að styrkja Píeta-samtökinin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fyrir um það bil ári meiddi ég mig á fæti á hlaupum sem er nú kannski ekki í frásögur færandi. Ekki uppgötvaðist alveg strax hvers eðlis meiðslin voru þannig að ég haltraði um bæinn í þeirri trú að ég væri tognuð,“ segir Katrín og heldur áfram:

„Ekki stoppuðu meiðslin mig í þeirri fyrirætlan minni að kenna yngsta syni mínum að hjóla almennilega, enda hann löngu kominn á þann aldur að eiga að kunna það en stundum er ekki tími fyrir allt.“

Þar sem Katrín „haltraði með syni mínum á Ægisíðunni í þessu verkefni rakst ég á konu sem ég kannaðist við; Þórunni Rakel Gylfadóttur. Hún hafði nú töluverðar áhyggjur af fætinum, enda kom síðar í ljós að um var að ræða sprungu í lærlegg og ég var sett á hækjur í nokkrar vikur.

Hún segir að „þegar það kom í ljós hafði Rakel samband og bauð mér að þjálfa mig aðeins í hlaupum þegar ég færi af stað. Ég á það til að taka fólk á orðinu – þannig að fólk á að passa sig á því að gera mér svona góð tilboð – þannig að í haust hófust okkar æfingar.“

Og af því að „Rakel er kona með metnað skoraði hún á mig að koma mér í þannig form að ég gæti hlaupið tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Nú finnst einhverjum þetta vafalaust ekki neitt svakalegt markmið, en fyrir mig er þetta stórmál, enda hafði ég líklega ekki hlaupið svo langt í tuttugu og fimm ár; reyndar fundist ég vera í toppformi þegar ég náði að hlaupa fimm kílómetra með herkjum.“

Katrín segir að „núna er sá tími kominn að ég treysti mér til að segja frá þessu og fyrst og fremst er það hvatningu Rakelar að þakka sem hefur drifið mig út á sunnudagsmorgnum til að hlaupa og anda og hlæja.“ Katrín segir að Rakel hafi gert það að verkum að hún trúi því að hún geti þetta.

- Auglýsing -

„Og ef ekkert óvænt gerist mun ég hlaupa þessa tíu kílómetra í ágúst.“

Katrín skráði sig „til leiks í dag og ég skráði mig líka á Hlaupastyrk. Það var erfitt að velja úr góðum málefnum – en ég ákvað að þessu sinni – því vonandi er þetta bara fyrsta skiptið af mörgum – að styðja við Píetasamtökin“ sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.

„Flest þekkjum við líklega einhvern sem hefur svipt sig lífi,“ segir Katrín og bætir við:

- Auglýsing -

„Og öll viljum við koma í veg fyrir sjálfsvíg og styðja eftir fremsta megni við þau sem ganga í gegnum slíkar hugsanir. Það er mikilvægt að ræða þessi mál – orsakir sjálfsvíga og áhrifin sem þau geta haft á þau sem eftir lifa. Tökum þau mál upp á borðið – það er fyrsta skrefið.“

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -