Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Katrín Lóa telur Helga í Góu ekki sjá eftir gjörðum sínum: „Það hefur enginn beðið mig afsökunar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi frá í dag þá hefur Katrín Lóa Kristrúnardóttir sakað Helga Vilhjálmsson, Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti.

Helgi sendi frá sér stutta yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á athæfi sínu.

Katrín Lóa segist hins vegar halda að afsökunarbeiðni Helga sé frekar ætlað að verja vörumerki hans frekar en nokkuð annað; hann sjái ekki eftir neinu.

Svo sagði Katrín Lóa í samtali við Gústa B. í útvarpsþættinum Veislan á FM957.

Katrín Lóa kom fram í þættinum Eigin Konur, sem má finna á vef Stundarinnar, og var birtur í dag.

Sagðist hún hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu Helga í Góu í kjölfar þess að hann lánaði henni peninga til útborgunar í íbúð.

- Auglýsing -

Aðspurð um það hvort Katrín Lóa hefði séð að Helgi hefði beðist afsökunar, sagði hún að enginn hefði talað við hana:

„Það hefur enginn beðið mig afsökunar. Ég hef heyrt að eitthvað leiðinlegt kom fyrir.; en ég tel að afsökunarbeiðnin sé bara til þess, að þú veist, af því þetta er komið út í rauninni. Hann þarf að segja eitthvað. Ég held það sé brandið sko. Ég held hann sjái ekki eftir þessu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -