Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, segir stöðuna í heilbrigðiskerfinu grafalvarlega og bendir á sérlega slæmt ástand bráðamóttöku Landspítala. Hún segir í samtali við ruv.is að vel sé fylgst með þróun mála:
„Þess vegna var það auðvitað þessi ríkisstjórn sem ákvað að ráðast í framkvæmdir við nýjan Landspítala, sem voru svo löngu tímabærar og búið að ræða svo lengi, í svo mörg ár,“ sagði Katrín að eftir ríkisstjórnarfund í dag.
Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, segir að mikið aukafjármagn renni nú í heilbrigðiskerfið með nýjum fjárlögum; segir vanda kerfisins þó ekki einungis fjárhagslegan:
„Við höfum verið að stórauka fjármagn, nú síðast í fjárlögum þessa árs. En verkefnið er miklu flóknara en það, eins og fólk sem starfar í þessu er að benda á.“