Forsætisráðherra Íslands og fyrsti ráðherra Skotlands munu funda í Edinborg í dag. BBC greinir frá fundinum og segir líklegt að Katrín Jakobsdóttir og Nicola Sturgeon muni ræða norðurslóðamálefni skosku ríkisstjórnarinnar, Brexit og tengsl Skotlands við Norðurlöndin.
Bæði Katrín og Sturgeon eru staddar á fundi Wellbeing Economy Governments goup sem er hluti af OECD World Forum. Sturgeon segir margt aðdáunarvert við Ísland og þá sérstaklega launajafnrétti kynjanna og sterk jafnréttislöggjöf á vinnumarkaði.
Þess má geta að fyrsti ráðherra Skotlands lýsti á sínum tíma yfir stuðning með landsliði Íslands í fótbolta. Sturgeon dró Ísland í vinnustaðaleik vegna heimsmeistaramóts karla í fótbolta. Skoska landsliðið hefur ekki verið á mótinu síðan 1998.