Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mjög slæm tíðindi að kjarnorkusveitir Rússa séu viðbragðsstöðu þá sé vel fylgst með gangi mála.
„Beiting kjarnorkuvopna væri skref í átt til glötunar,“ sagði Katrín í viðtali við Morgunblaðið. Geint var frá því í gær að íslenskri lofthelgi yrði lokað fyrir umferð rússneskra flugvéla og þannig sýnt samtöðu með Úkraínu.
Þá sé kafbátaeftirlit hér á landi alltaf til staðar að sögn Katrínar. Ríkjum sem sinna gæslu NATO hér yrði gert viðvart strax ef sæist til kafbáta Rússa. Portúgalski flugherinn hafi meðal annars verið við Ísland frá 24.janúar en um sé að ræða reglubundna loftrýmisgæslu sem stend util 30.mars næstkomandi.
Viðtalið má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag.