Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Katrín skipar í kærunefnd jafnréttismála

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað fulltrúa í kærunefnd jafnréttismála fyrir tímabilið 1. maí 2020 til 30. apríl 2023.

Kærunefnd jafnréttismála er skipuð samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 til þriggja ára í senn. Nefndarmenn eru þrír sem ráðherra skipar samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar, auk varamanna sem skipaðir eru með sama hætti. Áskilið er að nefndarmenn séu lögfræðingar og skal að minnsta kosti einn þeirra hafa sérþekkingu á jafnréttismálum. Formaður og varaformaður skulu uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðsdómara.

Nefndina skipa:

Aðalmenn:

Arnaldur Hjartarson, héraðsdómari, formaður,
Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri, varaformaður,
Þórey S. Þórðardóttir, hæstaréttarlögmaður.

Varamenn:

- Auglýsing -

Grímur Sigurðsson hæstaréttarlögmaður,
Guðrún Björg Birgisdóttir hæstaréttarlögmaður,
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.

Hlutverk kærunefndar jafnréttismála er að taka erindi til meðferðar og kveða upp skriflegan úrskurð um hvort brotið hafi verið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018 og lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018. Niðurstöður kærunefndar sæta ekki kæru til æðra stjórnvalds. Úrskurðir kærunefndarinnar eru bindandi gagnvart málsaðilum en heimilt er að bera þá undir dómstóla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -