Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Katrín um sóttkvína: „Bara tímaspursmál að eitthvað svona gæti gerst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að Covid-19 smit hafi komið upp í skóla eins af þremur sonum Katrínar Jakobsdóttur, þurfti hann að fara í sóttkví og flutti ásamt föður sínum út af heimilinu þar til fyrirskipaðri sóttkví lauk, tveimur vikum eftir að drengurinn hafði verið útsettur fyrir smiti.

„Ég var í vinnunni og maðurinn minn hafði strax samband við mig eftir að rakningateymið hafði haft samband,“ segir Katrín, þegar hún er spurð út í þetta. „Við brugðumst hratt við og gerðum eins og okkur var sagt. Auðvitað var bara tímaspursmál að eitthvað svona gæti gerst þar sem faraldurinn hefur færst nær okkur öllum á undanförnum vikum. Ég var heima með hina tvo syni okkar. Ég upplifði nú engan ótta vegna þessa en auðvitað kemur þetta róti á hversdagslífið. Við erum frekar náin og maður saknaði þeirra þótt við töluðum saman daglega á Skype. En við vorum heppin, sóttkvínni er lokið og allir eru frískir.“

„Í svona aðstæðum erum við öll á sama báti. Við skynjum að þetta er utanaðkomandi vá. Þess vegna hef ég líkt þessu við stríðsástand“

Katrín Jakobsbóttir prýðir forsíðu Mannlífs.

Katrín segist sjálf þekkja fólk sem hefur veikst af Covid-19 og viti að það er ekkert grín. „Ég, eins og allir aðrir landsmenn, finn hvaða áhrif það hefur á mann þegar það hægist svona á samfélaginu í kringum mann. Það eru allir í sömu stöðu og við hittum miklu færri en áður. Við erum öll ofboðslega mikið úti í göngutúrum til að fá tilbreytingu frá því að vera svona mikið heima við. Þessar aðstæður hafa auðvitað áhrif á hvernig okkum öllum líður og ég held að við skynjum öll bæði samheldni en líka alvarleika í stöðunni.

Í svona aðstæðum erum við öll á sama báti. Við skynjum að þetta er utanaðkomandi vá. Þess vegna hef ég líkt þessu við stríðsástand og það gerir það að verkum að maður finnur þessa miklu samheldni í samfélaginu. Og það finnst mér vera hið jákvæða í þessu öllu saman. Mér finnst aðdáunarvert að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna fylgir reglum og gerir hlutina eins vel og fólk getur.“

Katrín er í ítarlegu viðtali í helgarblaðinu Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -