Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Katrín vinsælust meðal ráðherra: Kristján Þór óvinsælastur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt niðurstöður Þjóðarpúls Gallup.

59% landsmanna eru ánægðir með störf hennar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er sá næstvinsælasti, en nær 54% eru ánægð með störf hennar.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er í þriðja sæti, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, er í fjórða sæti.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, en nær 39% eru ánægð með störf hans, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra koma svo næst.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er neðstur, en aðeins rúmlega 10% eru ánægð með störf hans.

- Auglýsing -
Niðurstöður Gallup

Kristján Þór sá óvinsælasti

Sé litið á hvaða ráðherra fólk er óánægt með er Kristján Þór sá ráðherra sem langflestir eru óánægðir, eða nær 62%. Rúmlega 35% eru óánægð með störf Áslaugar Örnu og Bjarna Benediktssonar.

Þær þrjár sem flestir eru ánægðir með eru einnig fæstir óánægðir með. Slétt 21% er óánægt með störf Katrínar, rúmlega 18% eru óánægð með störf Þórdísar Kolbrúnar, og rúmlega 17% eru óánægð með störf Lilju Daggar.

Niðurstöður Gallup

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -