Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Katrínu sárlangar í kapphlaupið um Bessastaði – Jón Gnarr sló met í söfnun meðmælenda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er enn tvístígandi varðandi framboð til embættis forseta Íslands. Mikið gengur á að tjaldabaki þar sem forsætisráðherrann reynir að tryggja sem mesta sátt um brotthvarf sitt. Í þeim efnum þarf hún að horfa til samstarfsflokkanna og inn á við í eigin flokki sem mælist með fylgi við dauðamörk. Þeir sem Mannlíf hefur rætt við telja líklegra en ekki að hún taki stökkið og gefi kost á sér sem forseti Íslands. Hernt er að henni sárlangi í embættið.

Jón Gnarr Mynd/skjáskot change.org

Í gærkvöld upplýsti Jón Gnarr að hann færi í framboð. Það þótti fréttnæmt að hann var tveimur mínútum fljótari að safna meðmælendum en Baldur Þórhallsson prófessor sem mælist með langmest fylgi frambjóðenda. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir athafnakona hefur upplýst að hún muni fara í framboð ef Katrín gefi kost á sér. Steinunn Ólína er þegar farin að safna meðmælendum.

Uppnám er á stjórnarheimilinu vegna þreifinga Katrínar. Þar liggur í loftinu að Vinstri- grænir verði að  sleppa forsætisráðuneytinu

Sigurður Ingi Jóhannsson.

ef Katrín fari í forsetaframboð. Nær útilokað er að VG fallist á að Sjálfstæðisflokkurinn fá embættið og ekki er líklegt að sátt verði um að Svandís Svavarsdóttir taki við af Katrínu. Líklegast er að Sigurður Ingi Jóhannsson verði forsætisráðherra, ef til kemur.

Allra augu hvíla nú á Katrínu og þess er beðið að hún taki af skarið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -