Orðrómur
Flestar þær útgerðir sem vildu milljarða króna úr ríkissjóði vegna útgefins makrílskvóta hafa hrokkið frá lögsókn. Á meðal þeirra er Guðbjörg Matthíasdóttir, auðkona í Vestmannaeyjum, sem rekur Ísfélagið. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Eyjum, heldur aftur á móti sínu striki og krefst bóta. Innan hluthafahópsins í fyrirtæki hans eru skoðanir á þessu skiptar. Þannig er hermt að Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri í Skagafirði, sem fer með stóran hlut sé mjög óánægður með framgöngu Sigurgeirs. Löng átakahefð er í Vinnslustöðinni og gæti átt eftir að hitna meira í kolunum …