Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Kaupir ekkert nýtt hráefni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breski hönnuðurinn Stella McCartney segir útbreiðslu kórónuveirunnar hafa haft töluverð áhrif á hugsunarhátt sinn kringum rekstur samnefnds tískumerkis sem hún á.

Stella segir í samtali við Vogue að umhverfisvernd og sjálfbærni hafi alltaf verið sér hugleikin en sérstaklega núna í ljósi aðstæðna. Hún segir að ástandið í heiminum hafi orðið til þess að hún hafi haft meiri tíma til að skoða gildi sín.

Hún segist vona að heimsfaraldurinn muni hafa eitthvað jákvætt í för með sér og kveðst hafa nýtt tækifærið til að hvetja starfsfólk sitt til að endurskoða framleiðsluferlið allt í kringum fyrirtækið.

Hún segist hafa ákveðið að kaupa ekkert nýtt hráefni í gerð sinnar nýjustu línu. „Ég ákvað að kaupa ekkert efni. Ég vil bara nota það sem er til á lager, endurvinna og vera fullkomlega umhverfisvæn. Ég ætla ekki að kaupa neitt inn,“ sagði Stella.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -