Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Keflvíkingum brugðið eftir hörmulegt slys við KFC: Ekki birta myndir!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúum Reykjanesbæjar er mörgum brugið eftir hörmulegt umferðarslys í gærdag. Rétt fyrir hádegi var ekið á hjón sem voru á gangi nærri veitingastað KFC í Njarðvík. Hjónunum var ekið á sjúkrahús þar sem konan reyndist mikið slösuð. Maðurinn var útskrifaður nú í morgun með minniháttar meiðsl.

Lögreglan á Suðurnesjum gefur ekki upp upplýsingar um málsatvik önnur en þau að staðfesta atvikið. Rannsókn málsins er á frumstigi og hefur ekki reynst hægt að yfirheyra ökumanninn ennþá þar sem viðkomandi hefur verið í miklu andlegu áfalli.

Lögreglan verst af því allra frétta en sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fólk er beðið um að birta alls ekki myndir af vettvangi slyssins.

„Klukkan 11:49 barst lögreglu tilkynning um að ekið hafði verið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ. Tveir aðilar voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi til aðhlynningar. Að gefnu tilefni vill lögregla biðja fólk um að sýna tillitsemi með að vera ekki að birta myndir frá slysstað á samfélagsmiðlum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Klukkan 11:49 barst lögreglu tilkynning um að ekið hafði verið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ. Tveir aðilar voru…

Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Thursday, January 7, 2021

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -