Íbúum Reykjanesbæjar er mörgum brugið eftir hörmulegt umferðarslys í gærdag. Rétt fyrir hádegi var ekið á hjón sem voru á gangi nærri veitingastað KFC í Njarðvík. Hjónunum var ekið á sjúkrahús þar sem konan reyndist mikið slösuð. Maðurinn var útskrifaður nú í morgun með minniháttar meiðsl.
Lögreglan á Suðurnesjum gefur ekki upp upplýsingar um málsatvik önnur en þau að staðfesta atvikið. Rannsókn málsins er á frumstigi og hefur ekki reynst hægt að yfirheyra ökumanninn ennþá þar sem viðkomandi hefur verið í miklu andlegu áfalli.
Lögreglan verst af því allra frétta en sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fólk er beðið um að birta alls ekki myndir af vettvangi slyssins.
Klukkan 11:49 barst lögreglu tilkynning um að ekið hafði verið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ. Tveir aðilar voru…
Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Thursday, January 7, 2021