Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Kennarar smánaðir á samfélagsmiðlum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nemendur deila myndum af kennurum í afkáralegum stellingum.

Fátt hefur fengið viðlíka athygli í fjölmiðlum og þjóðfélagsumræðunni en Klaustursmálið svokallaða. Fyrir utan sjokkið við að heyra ógeðfeld samtölin á milli þingmannanna á upptökunum sem um ræðir þá hefur málið vakið upp margar spurningar í kjölfarið. Ein þeirra er hvenær má og hvenær má ekki hljóðrita opinberar persónur?  Þá má einnig velta því fyrir sér hversu algengt það er yfirhöfuð að fólk noti snjalltæki sín til þess að hljóðrita eða festa á mynd annað fólk án samþykkis og deila efninu jafnvel áfram á samfélagsmiðlum.

Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir í samtali við Mannlíf að umræða á milli kennara í grunn- og framhaldsskólum snúist í auknum mæli um einmitt þetta.

„Það hefur ekki komið neitt ákveðið mál mér vitandi hér innanhúss hjá okkur í Verzlunarskólanum. Maður heyrir það almennt í umræðunni bæði í grunn- og framhaldsskólum að nemendur séu oft að taka t.d. myndir af kennara, þar sem hann er í afkáralegri stellingu og verið að senda áfram á samfélagsmiðlum. Ég gef mér það að þetta gerist hér eins og annars staðar,“ segir hann og tekur fram að hann hafi heyrt frá forystu Kennarasambandsins að þetta sé vaxandi vandamál.

Maður heyrir það almennt í umræðunni bæði í grunn- og framhaldsskólum að nemendur séu oft að taka t.d. myndir af kennara, þar sem hann er í afkáralegri stellingu og verið að senda áfram á samfélagsmiðlum.

Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, tekur undir með Inga. Hún staðfestir í samtali við Mannlíf að sambandið hafi fengið inn á borð til sín mál þar sem myndum af kennurum í vandræðalegum aðstæðum hafi verið deilt á samskiptamiðlum t.d. Twitter og Instagram.

„Við höfum fengið mál þar sem teknar hafa verið myndir af rassi kennara eða þar sem kennarar eru sýnilega sveittir undir höndum og fleira í þeim dúr,“ segir Anna María og bætir við að síðan séu myndirnar merktar með vandræðalegum upphrópunum á samskiptaforritum.

„Óneitanlega eru vandamál sem þessu fylgir, einnig eru nemendur einfaldlega of mikið í símunum og eru að nota þá í kennslustundum m.a. til að senda á milli sín myndir og annað slíkt,“ segir hún og tekur fram að hún sé framhaldsskólakennari og tali út frá sínum veruleika.

- Auglýsing -

Anna María segir að ekki séu nein samræmd viðurlög eða verklagsreglur um það hvernig eigi að takast á við þetta vandamál en bendir á að kennarar séu með ákveðnar siðareglur þar sem tekið er á rafrænum samskiptum og þær gætu átt við í þessu samhengi. Hún tekur einnig fram að opinber myndbirting af einstaklingum án þeirra samþykkis geti stangast á við lög, sér í lagi ef um er að ræða ólögráða einstaklinga og að vandamálið sé mikið rætt innan kennarastéttarinnar.

„Ég hef líka setið í stjórn norrænu kennarasamtakanna þar sem þessi mál hafa verið rædd en þetta er fyrst og fremst á umræðustigi enn sem komið er,“ segir hún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -