Orðrómur
Páll Vilhjálmsson, kennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, er gjarnan með skoðanir sem eru á skjön við marga. Nýjasta útspilið á bloggi hans er að lýsa egypska fjölskylduföðurnum og hælisleitandanum Ibrahim Kehdr sem öfgamanni og gefa til kynna að hann tengist hryðjuverkasamtökum vegna þess að að hann sé í Múslímska bræðralaginu. Ibrahim, eiginkonu hans og fjórum börnum hefur verið vísað úr landi eftir að hafa verið á Íslandi í tvö ár.
„Egyptinn sem kom hingað með fjölskyldu sína lýsir stoltur yfir því að hann tilheyri Bræðralagi múslima. Samtökin eru viðurkennd öfgasamtök, áhöld eru um hvort þau séu hryðjuverkasamtök,“ skrifar Páll á blogg sitt og telur að reka eigi Ibrahim og fjölskyldu hans úr landi í stað þess að veita þeim hæli á Íslandi. Mogginn tekur undir þetta sjónarmið í Staksteinum.
Páll kennari í Garðabæ hefur áður valdið uppnámi með grein sinni „Vont kynlíf er ekki nauðgun – strákasjónarhorn“ og vakti reiði innan skólanefndar skólans. Víst er að nýjasta útspil Páls kennara veldur ekki síður hrolli innan skólans …