Föstudagur 27. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Óþarfi að gerast „ýktur mínimalisti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundurinn Sally Walforder segir nauðsynlegt að losa sig við óþarfa dót og drasl til að geta einbeitt sér að eigin vellíðan. Hún mælir því með að fólk taki sig reglulega til og hendi hlutum og fötum sem það er hætt að nota. Það getur verið hægara sagt en gert en hún gaf lesendum  lesendum The Guardian meðfylgjandi tiltektarráð.

Að sögn Sally er erfitt að hætta um leið og maður kemst upp á lagið með að henda óþarfa dóti.

„Ekki búast við að koma reiðu á heimilið á einum degi. Það tekur fólk langan tíma að sanka að sér dóti og það er ómögulegt að losa sig við allt samstundis,“ segir Sally sem mælir með að fólk byrji á að gefa sér tíu mínútur á dag í að taka til og henda dóti sem það er hætt að nota.

„Settu hluti í þrjár hrúgur. Ein er fyrir það sem þú ert viss um að vilja eiga, annað er það sem þú villt kannski eiga og sú þriðja er fyrir þá hluti sem þú ætlar að losa þig við.“

Sally mælir þó gegn því að henda hlutum í fljótfærni og bendir á að það geti verið gott að taka nokkrar vikur í að taka ákvörðun um hvort þú viljir henda eða halda hlutum ef einhver óvissa er fyrir hendi.

Sally segir mikilvægt að halda sig við efnið þegar hafist er handa við að taka til og henda gömlu dóti. „Fólk á það til að gleyma sér þegar það er að reyna að koma reiðu á heimilið. Það byrjar að máta gömul föt eða skoða gamlar myndir. Haltu þig við efnið. Önnur algeng mistök sem fólk gerir eru þau að það fer að færa hluti til, í stað þess að losa sig við hluti.“

Sally mælir þá með að fólk einbeiti sér að því að velta sér ekki upp úr mistökum sem það hefur gert með því að kaupa hluti sem það keypti en notaði aldrei.

- Auglýsing -

Sally lumar á góðu ráði fyrir þá einstaklinga sem kaupa mikið af fötum: að losa sig við eina flík fyrir hverja flík sem bætist við fataskápinn. Eins mælir hún með að fólk losi sig við þær flíkur sem það hefur ekki notað í meira en sex mánuði.

Ágætt er að venja sig á að gefa flík fyrir hverja nýja flík sem maður kaupir sér.

Hvað leikföng barna varðar þá mælir Sally með að fá börnin til að taka þátt í tiltektinni. „Segðu: „Við ætlum að taka til í leikföngunum og gef nokkur til barna sem eiga minna.“ Börn bregðast vel við þessu,“ segir Sally.

Hún bætir við að það sé óþarfi að gerast „ýktur mínimalisti“ til að koma skipulagi á heimilið. Að hennar sögn snýst þetta um að vanda valið þegar kemur að eigum.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -