Fimmtudagur 26. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Kettir í lausagöngu bannaðir á Akureyri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil breyting verður fyrir kattaeigendur á Akureyri en frá og með 1.janúar 2025 verður lausaganga katta bönnuð.
Ljóst er að kettir í bænum verði ekki par sáttir með nýju reglurnar, og ekki síður eigendur margra þeirra. Lausaganga katta hefur verið gagnrýnd í þónokkurn tíma, sérstaklega á meðan varptíma fugla stendur.

Kom fram á fréttasíðunni Akureyri.net að langar umræður hafi verið um tillöguna sem hafi að lokum verið samþykkt með meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar.
Starfa allir flokkar saman í bæjarsjórn og var málið umdeilt um nokkurt skeið.

Hljómar tillagan svo:
,,Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða samþykktir um kattahald í Akureyrarkaupstað. Verður þá með nýjum tillögum lausaganga katta ekki heimil en sett svokallað sólarlagsákvæði inn sem er þrjú ár. Lausaganga katta verður þá ekki heimil frá ársbyrjun 2025. Þá verði einnig settur umtalsverður meiri kraftur að í að framfylgja þeim samþykktum með sérstakri áherslu á ábyrgð eigenda, skráningarskyldu og fræðslu.“

Fulltrúi Samfylkingarinnar harmar niðurstöðuna og segir að hægt að grípa til vægari aðgerða en að banna frjálsa útivist katta.

Við hörm­um þá niður­stöðu bæj­ar­stjórn­ar að banna al­farið frjálsa úti­vist hjá kis­um. Bæj­ar­fé­lagið hef­ur lítið sem ekk­ert gert til að fram­fylgja þeim samþykkt­um sem nú þegar eru í gildi né látið á það reyna að breyta samþykkt­um í þá veru að sem flest­ir geti vel við unað. Hægt hefði verið að stíga það skref að heim­ila ekki úti­vist­ina að næt­ur­lagi og yfir varp­tíma fugla. Mik­il­væg­ara hefði verið að leita lausna en að grípa til banns. Fyrst grípa á hins veg­ar til banns hefði verið eðli­legra að setja sól­ar­lags­ákvæði, þannig að þær kis­ur sem nú þegar eru úti­kis­ur fái að vera það út sinn líf­tíma“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -