Samkvæmt heimildum Mannlífs festi Anton Kristinn Þórarinsson, athafnamaður, nýverið kaup á húsi á Haukanesi á Arnarnesinu. Kaupverðið var um 120 milljónir krónur. Húsið var áður í eigu Rasmus Rojkjaer, fyrrverandi forstjóra Alvotech á Íslandi. Anton ætlar að láta jafna húsið við jörðu og láta byggja nýtt á lóðinni.
Anton flutti nýverið úr glæsilegu einbýlishúsi við Frjóakur 9 í Garðabæ en þá eign seldi hann í janúar.
Magnús Ármann, fjárfestir, og eiginkona hans Margrét Íris Baldursdóttir, greiddu 360 milljónir fyrir húsið að Frjóakri samkvæmt heimildum Séð & Heyrt. Húsið var byggt árið 2017 og er rúmir 650 fermetrar.
Þess má geta að á meðal nágranna Anton og fjölskyldu hans verða World Class hjónin, Bjössi og Dísa, sem eru að byggja hús á lóðinni við hliðina á Antoni.