Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Keypti einbýli á 120 milljónir og jafnar við jörðu til að byggja nýtt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt heimildum Mannlífs festi Anton Kristinn Þórarinsson, athafnamaður, nýverið kaup á húsi á Haukanesi á Arnarnesinu. Kaupverðið var um 120 milljónir krónur. Húsið var áður í eigu Rasmus Rojkjaer, fyrrverandi forstjóra Alvotech á Íslandi. Anton ætlar að láta jafna húsið við jörðu og láta byggja nýtt á lóðinni.

Anton flutti nýverið úr glæsilegu einbýlishúsi við Frjóakur 9 í Garðabæ en þá eign seldi hann í janúar.

Magnús Ármann, fjárfestir, og eiginkona hans Margrét Íris Baldursdóttir, greiddu 360 milljónir fyrir húsið að Frjóakri samkvæmt heimildum Séð & Heyrt. Húsið var byggt árið 2017 og er rúmir 650 fermetrar.

Þess má geta að á meðal nágranna Anton og fjölskyldu hans verða World Class hjónin, Bjössi og Dísa, sem eru að byggja hús á lóðinni við hliðina á Antoni.

Hús Bjössa og Dísu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -