Nú er komið á daginn að embætti ríkislögreglustjóra keypti um 400 Glock-skammbyssur fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins er haldinn var í Reykjavík í maí í fyrra.
Embættið keypti skammbyssurnar fyrir 29.490.300 krónur af Veiðihúsinu Sökku. Ríkislögreglustjóri vill ekki upplýsa náḱvæmlega hversu margar skammbyssur voru keyptar né hvað einingarverðið var á byssunum.
Kemur fram á mbl.is að fjármálastjóri Sökku vildi ekki upplýsa um hvaðan veiðihúsið pantaði byssurnar.
Skoðaðar voru vefsíður hjá byssusölum; eins og Gun Factory EU og Gun Store EU; má sjá að fimmta kynslóð af Glock 17-skammbyssum kostar um 530 evrur stykkið hjá báðum byssusölum með virðisaukaskatti; Það munu vera 81.206 krónur á genginu í dag; lítill munur er á gengi krónunnar nú og þegar kaupin áðurnefndu voru gerð þann 29. mars 2023.
Fyrir 29.490.300 krónur er hægt að kaupa alls 363 skammbyssur á þessu verði.
Ríkislögreglustjóri hefur eigi viljað birta gögn um kaupin né úrskurðarnefnd um upplýsingamál:
„Að mati nefndarinnar verður þannig að telja að upplýsingar um fjölda skotvopna og skotfæra, sundurliðað eftir gerðum vopnanna, sem og upplýsingar um tæknilega eiginleika fyrrgreindra einskotsbyssa, kunni að nýtast þeim sem hafa í hyggju að fremja árásir eða tilræði og að opinberun þessara upplýsinga myndi því raska almannahagsmunum.“