Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Keyptu 400 skammbyssur – Fjármálastjóri vill ekki gefa upp hvaðan byssurnar voru pantaðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er komið á daginn að embætti rík­is­lög­reglu­stjóra keypti um 400 Glock-skamm­byss­ur fyr­ir leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins er hald­inn var í Reykja­vík í maí í fyrra.

Embættið keypti skamm­byss­urnar fyr­ir 29.490.300 krón­ur af Veiðihús­inu Sökku. Rík­is­lög­reglu­stjóri vill ekki upp­lýsa náḱvæmlega hversu marg­ar skamm­byss­ur voru keypt­ar né hvað ein­ing­ar­verðið var á byss­un­um.

Kemur fram á mbl.is að fjár­mála­stjóri Sökku vildi ekki upp­lýsa um hvaðan veiðihúsið pantaði byss­urn­ar.

Skoðaðar voru vefsíður hjá byssu­söl­um; eins og Gun Factory EU og Gun Store EU; má sjá að fimmta kyn­slóð af Glock 17-skamm­byss­um kost­ar um 530 evr­ur stykkið hjá báðum byssu­söl­um með virðis­auka­skatti; Það munu vera 81.206 krón­ur á geng­inu í dag; lít­ill mun­ur er á gengi krón­unn­ar nú og þegar kaup­in áðurnefndu voru gerð þann 29. mars 2023.

Fyr­ir 29.490.300 krón­ur er hægt að kaupa alls 363 skamm­byss­ur á þessu verði.

Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur eigi viljað birta gögn­ um kaupin né úr­sk­urðar­nefnd­ um upp­lýs­inga­mál:

- Auglýsing -

„Að mati nefnd­ar­inn­ar verð­ur þannig að telja að upp­lýs­ing­ar um fjölda skot­vopna og skot­færa, sund­urliðað eft­ir gerðum vopn­anna, sem og upp­lýs­ing­ar um tækni­lega eig­in­leika fyrr­greindra ein­skots­byssa, kunni að nýt­ast þeim sem hafa í hyggju að fremja árás­ir eða til­ræði og að op­in­ber­un þess­ara upp­lýs­inga myndi því raska al­manna­hags­mun­um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -