Ameríkanar hafa keypt allar eignir úr þrotabúi flugfélagsins WOW air og ætla að endurreisa félagið.
Amerískir flugrekendur hafa keypt allar eignir úr þrotabúi WOW air er fram kemur í frétt Fréttablaðsins. Markið þeirra er að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur til og frá landinu á þeim grunni sem WOW air byggði.
Heimildir blaðsins herma að um vöru- og myndmerki WOW air, WOW lénin, flugrekstrarbækur, bókunarkerfi, hugbúnað, söluvagna, sölutölvur, einkennisfatnað ásamt stærstum hluta varahlutalagers og verkfæra sé að ræða.
Ekki fæst uppgefið hver fjárfestirinn er en í frétt mbl.is kemur fram að um fjárfesti „sem hefur áratuga reynslu af fjölþættum flugrekstri“ sé að ræða.
Viðskiptin hlaupa á hundruð milljónum króna og var upphæðin greidd með eingreiðslu. Annar skiptastjóra þrotabús WOW air, Sveinn Andri Sveinsson, greindi frá því að uppsett verð hafi verið greitt fyrir eignirnar.