Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Keyptu DV á rúmar 400 milljónir króna: „Það eru spennandi tímar fram undan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlatorg ehf keypti DV.is á 420 milljónir. Þetta staðfestir Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV í samtali við fréttastofu RÚV.

Kemur fram að nýja fyrirtækið er tekur við rekstri vefjanna DV og Hringbrautar kallast Fjölmiðlatorgið; var stofnað 1. janúar samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá skattsins.

Er Helgi Magnússon, aðaleigandi Torgs sem átti Fréttablaðið, DV og Hringbraut, einn skráður eigandi Fjölmiðlatorgsins.

Ritstjórinn Björn sagði upp störfum sem ritstjóri DV í fyrra; hann hefur ákveðið að draga uppsögn sína til baka og verður því áfram ritstjóri.

„Það eru spennandi tímar fram undan. Einar Þór, öflugur blaðamaður, kemur yfir á DV og vonandi fleiri innan tíðar,“ segir Björn.

Til stendur að flytja starfsemi DV í Hlíðarsmára.

- Auglýsing -

„Við erum með mikla sérstöðu. Það eru ekki margir gulir miðlar á Íslandi. Við erum í götublaðastíl og ætlum að halda því áfram.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -