Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Keyra um landið og kenna jóga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jógabíllinn er nýtt jógastúdíó á hjólum sem jógakennararnir Íris og Andrea munu keyra um landið í maí og leiða fólk í gegnum jógatíma. Þær segja alla velkomna í jógatímana sína, nýgræðinga og reynslubolta.

„Við ætlum í samstarfi við Happy Campers að leggja í langferð í kringum landið á Jógabílnum,“ segja þær spenntar í samtali við Mannlíf.

Þær benda áhugasömum á að fylgjast með sér á samfélagsmiðlum því á ferðalagi sínu ætla þær að skoða og kynna það sem landið hefur upp á að bjóða. Hægt er að fylgja þeim á Facebook og á Instagram undir notendanafninu @jogabillinn.

Íris og Andrea leggja af stað í ferðalagið á föstudaginn, fyrsta stopp er Mosfellsbær.

Meðfylgjandi er dagskrá Jógabílsins. „Með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða ófyrirsjáanlegra aðstæðna, nú eða ef við fáum gott heimboð sem við getum ekki hafnað.“

Föstudagur 8. maí: Mosfellsbær
Laugardagur 9. maí: Stokkseyri
Sunnudagur 10. maí: Hvolsvöllur
Mánudagur 11. maí:  Kirkjubæjarklaustur og Höfn í Hornafirði / Vestrahorn
Þriðjudagur 12. maí:  Djúpivogur
Fimmtudagur 14. Maí: Egilsstaðir, Reyðarfjörður og Neskaupstaður
Föstudagur 15. maí: Seyðisfjörður
Laugardagur 16. maí: Borgarfjörður Eystri
Sunnudagur 17. maí:  Mývatn
Mánudagur 18. maí: Húsavík
Þriðjudagur 19. maí: Akureyri
Miðvikudagur 20. maí: Dalvík, Ólafsfjörður og Siglufjörður
Fimmtudagur 21. maí: Siglufjörður, Sauðárkrókur
Föstudagur 22. maí: Hólmavík, Súðavík
Laugardagur 23. maí: Ísafjörður
Sunnudagur 24. maí: Holt í Önundarfirði
Miðvikudagur 27. Maí: Stykkishólmur, Grundarfjörður
Fimmtudagur 28. maí: Borgarnes og Akranes
Laugardagur 30. maí: Hljómskálagarðurinn í Reykjavík

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -