Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Kim Jong Un talinn látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erlendir fréttamiðlar greina frá því að Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu sé látinn, þar á meðal breski miðilinn Express og bandaríski TMZ.

Fréttamiðlum hefur ekki borið saman um það síðustu daga hvert ástandið væri á leiðtoganum, en orðrómur hafði verið á kreiki um veikindi hans, eftir að hann mætti ekki á hátíðarhöld í tilefni af afmælisdegi afa hans í síðustu viku. Almennt var leiðtoginn þó ekki talinn við góða heilsu fyrir sökum reykinga og offitu.

Reuters greindi frá því að kínversk stjórnvöld hefðu sent teymi sérfræðilækna til Norður-Kóreu til að annast Kim Jong Un. Daily Nk, suðurkóreski fréttavefurinn, greindi frá því að hann væri að jafna sig eftir hjartaaðgerð í síðustu viku. Vísaði vefurinn til ónafngreinds heimildarmanns.

Ómögulegt er að staðfesta hvort leiðtoginn er lífs eða liðinn, þar sem landamærum Norður-Kóreu var lokað í janúar vegna COVID-19 faraldursins. Engin formleg tilkynning hefur borist frá yfirvöldum.

Blaðamaðurinn Laura Bassett birti færslu á Twitter í gær um andlát leiðtogans, en er búin að fjarlægja færsluna.

Mynd / Twitter

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -