Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Kirkjan auglýsir fyrir milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðkirkjan hefur lagt upp í auglýsingaherferð til að draga að sálir og kaupa sér velvild í miðri kreppu vegna kórónaveirunnar. Í dag er fjórblöðungur utan um Morgunblaðið með ósk um guðsblessun fyrir sumarið. Um er að ræða teikningar og ljóðið Sumar eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson.

Samkvæmt heimildum Mannlífs kostar auglýsingin ekki undir tveimur milljónum króna. Áður hafði Þjóðkirkjan auglýst í Ríkisútvarpinu. Ljóst er að Kirkjan leggur mikið upp úr ímynd sinni þessa dagana því væntanleg fermingarbörn hafa fengið senda boli með áletrunum. Mikið fé rennur því úr sjóðum kirkjunnar þessa dagana til að skapa ímynd hins fagra. Kirkjan er að miklu leyti á framfæri ríkisins en hefur tekjur af sóknargjöldum. Mikil fækkun hefur orðið í söfnuðum Þjóðkirkjunnar undanfarin ár. Í fyrra fækkaði fólki um rúmlega 1400 manns. Fólk hefur í auknum mæli leitað í aðra söfnuði eða kosið að vera utan trúfélaga. Ástæður þess að fólk yfirgefur kirkjuna eru margvíslegar en snúast gjarnan um meinta spillingu og óeiningu innan æðstu stjórnar kirkjunnar.

Forsíða blaðsins sem fylgdi Morgunblaðinu í dag.

Hvert málið af öðru hefur skekið kirkjuna. Nú síðast rak Agnes Sigurðardóttir biskup séra Skírni Garðarsson úr embætti í vikunni án undangenginnar áminningar. Presturinn, sem er í veikindaleyfi, er sakaður um trúnaðarbrest og var gert að hætta störfum strax. Auglýsingaherferðin er á tímum þar sem margir eru óttaslegnir vegna Codvid-19 og væntanlega í þörf fyrir hugarró.

Sjá einnig: Þjóðkirkjan sendir unglingum boli í auglýsingaskyni– „Ok, boomer!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -