Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Kitta og Ágústa taka jaðaríþróttirnar með trompi: „Mikil mismunun í nýsköpunarsamfélaginu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ef það er einhvern tíma tími til að prófa eitthvað nýtt og skipta um starfsvettvang þá er það þegar maður er í kringum fimmtugt,” segir Kitta Svansdóttir en hún Ágústa Grétarsdóttir eru eigendur hönnunarfyrirtækisins Móbotnu í Reykjanesbæ.

Kitta og Ágústa hafa vakið mikla athygli jafn innanlands sem utan, fyrir hönnun á fótabúnaði fyrir jaðaríþróttagreinar. Þær segjast hvergi hafa fundið sambærilega vöru; fótabúnað sem jafnt er vatnsheldin, einstaklega slitþolin, heldur alltaf hita og það sem kannski er það þægilegasta fyrir notandann, algjörlega án allra sauma og kemur í veg fyrir nuddsár.

Byrjaði allt með kajak

Móbotna er akkúrat eins árs núna í júní. „Í janúar 2019 hringir Kitta í mig, hún býr reyndar skáhallt á móti mér, svo við höldum þessu bara í götunni, og segist vera með hugmynd sem hana langi að láta reyna á. Ég var heima þá, var búin að vera í endurhæfingu eftir krabbameinsmeðferð, en ég er menntaður verkefnisstjóri og ákvað að láta vaða,” segir Ágústa.

Ágústa sér um rekstrarlegu hliðina en ber styrkjakerfinu ekki vel söguna.

Kitta segist alltaf hafa verið mikil handverkskona, haft mikla þörf fyrir að skapa og gera tilraunir með efni og prjónað mikið í gegnum tíðina. „Vinur minn er kajakmaður og bað mig um að bjarga fyrir sig sérstökum sokkum. Þeir þurftu að vera sérstaklega styrktir, slitfríir og án allra sauma. Þá fékk ég hugmyndina að því notað þæfða ull. Sokkarnir heppnuðust gríðarlega vel og allt fór í gang. Ég er engin pappírskona en var svo einstaklega heppin að fá Ágústu í rekstrahlutann, ég væri enn heima við vaskinn ef hún hefði ekki komið í þetta með mér,” segir Kitta.

Konur mega ekki hugsa sig niður

- Auglýsing -

„Ég skal alveg viðurkenna að í byrjun leit ég svo á að ég væri bara kella að prjóna flókasokka. Þarna var um að ræða viðhorf sem er gjörbreytt í dag enda er maður búin að taka sig í gegn, við höfum öll alveg fullt af hæfileikum og ef maður tekur þeim sem gefnum breytist aldrei neitt. Af hverju ekki að nýta sér þá hæfileika sem maður hefur?

Kitta í handverkinu. Reynsla hennar af útivist kenndi henni að ekkert er verra en kaldar tásur.

Konur mega ekki hugsa sig niður, við erum að búa til lúxusvöru af heilum hug og það er full vinna og ríflega það. Aldur og kyn koma því ekkert við,” bætir Kitta við.

Verkefnið vatt fljótt upp á sig og Ágústa hóf að sækja um styrki en það hentaði henni vel á þessum tíma að vinna heima að frá sér. „Ég hef enga þolinmæli í viðskiptahlutann og þoli ekki flóknar spurningar, hún er pælarinn,” skýtur Kitta inn í.

- Auglýsing -

Lokuð klíka í í nýsköpunar- og frumkvöðlasamfélaginu

Ágústa segir að það hafi komið henni á óvart hversu lokað nýsköpunar- og frumkvöðlasamfélagið sé. Það sé þeirra upplifum að nauðsynlegt sé að þekkja rétta fólkið til að komast áfram. „Við tókum þátt í Til sjávar og sveita, þar sem við komust ekki áfram þrátt fyrir að vera í nýsköpun, þar virtist öll áhersla vera á matvöru. Við tókum líka þátt í Gullegginu og það var alveg augljóst að þar var löngu búið að ákveða vinningshafa. Ullarþonið var annað, þar var mikil mismunun í gangi og við vorum ekki sáttar og komum því á framfæri”.

Kitta segir þær vitað það núna að þær þurfi ekki á svona „hakkaþonum” að halda. „Við getum þetta sjálfar, þrátt fyrir það”.

Lanhelgisgæslan hrifin

Í dag hefur orðspor sokkana farið út fyrir kajakiðkendur og iðkendur jaðaríþrótta. „Það eru til dæmis gönguhópar að nota sokkana, svo og hjólahópar og sjósundsfólk er mjög hrifið af þeim. Séraðgerðarsveit Landhelgisgæslunnar er með þá í prufum og er mjög hrifin.”

Leyndarmálið að baki eiginleika vörunnar segja þær vera ullina. „Við notum eingöngu ull af forystufé. Sú ull er sterkari og mikið mýkri en önnur ull, hún er svo mjúk að það má taka þelið af forystuféullinni og búið til nærfatnað“.

Ullin af forystusauðunum er alltaf marglit og einstaklega falleg.

Blaðamanni byrjar ósjálfrátt að klæja við hugmyndina um nærföt úr ull og þær vinkonur hlæja. „Nei, þessi ull stingur ekki. Hún er líka alveg hrein og óunnin, það er ekki búið að þvo hana upp úr neinum kemískum efnum og við kembum hana sjálfar.”

Kormákur og Skjöldur fá ekki nóg

Þær eru í samvinnu við Fræðasetur um forystufé fyrir norðaustan sem útvega ullina. „Eitt af markmiðum okkar er að merkja hvert par með nafni rollunnar og númera það og merkja árinu, gera hvert par alveg einstakt”.

Fótabúnaðurinn er sérhannaður fyrir kulda og bleytu eins og oft vilja fylgja jaðaríþr

„Við ætluðum að nota almenna ull  en þegar við kynntust forystufésull kom aldrei annað til greina. Forystufé er sterkara, vitsmunalega klárara en annað fé en líka þrjóskar og frekar, sennilega vegna þess að þær vita betur en hinar rollurnar. Og þessir eiginleikar skila sér í ullina,” segir Kitta. „Ég veit að Kormákur og Skjöldur ætluðu að gera jakkaföt úr þessari ull en það segir sig sjálft að það er einfaldlega ekki hægt að fjöldaframleiða vöru á borð við jakkaföt þegar aðeins eru um 1500 forystusauðir á Íslandi, það er einfaldlega ekki til nóg hráefni. Þetta hentar aftur á móti afar vel í smávörur“.

Kaldar tásur fylgifiskar útivistar

Þær segja það hafi komið skemmilega á óvart hversu skemmtieksturinn sé þrátt fyrir að vera sturluð vinna. „Það er ákveðin skemmtun og spenna í strögglinu og það er einnig svo gaman að finna að fólk er að styðja okkur,” segir Ágústa. „Sumt er auðvitað krefjandi og manni gætu fallist hendur en þetta kemur skemmtilega á óvart, ég fæ kikk út úr þessu.”

Það verður engum kalt í þessum.

Næst á dagskrá er að halda áfram fjármögnun fyrir vélbúnaði og Kitta ætlar að heimsækja hestamannamót og kynna sokkana. „Ég var nú eitthvað í hestamennsku áður og hef alltaf verið mikil útivistarmanneskja og man að það sem böggaði mann mest voru kaldir fætur og nuddsár undan saumum”.

Þær Ágústa og Kitta eru stórhuga og telja stóran markað fyrir hönnun sína eða eins og þær benda réttilega á: „Eru þær eru frekar fáar, íslensku útivistagreinarnar, sem ekki fylgja reglulega kaldar tásur?”

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -