Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Kjarasamningum rift?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að riftun nýnundirritaðs lífskjarasamnings komi til greina, vegna hópuppsagna hótelstjórans og eiganda City Park Hotel, Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns.

„Við aflýstum verkföllum, við settumst að samningaborðinu, skrifuðum undir samninga. Mínir félagsmenn kusu svo með þeim samningum og áður en blekið er varla þornað þá fær þessi maður, þessi fyrirtækjaeigandi, þessa hugdettu að rifta samningum við sitt fólk og raunverulega bjóða þeim lakari kjör í þeim tilgangi að láta þau þá sjálf borga svokallaðan kostnaðarauka sem hlýst þá af nýundirrituðum kjarasamningum sjálf,“ sagði Sólveig Anna nú í fréttatima RÚV. „Þetta er náttúrlega algjörlega svívirðileg nálgun,“

Efling hefur krafist fundar hjá ríkissáttasemjara með Samtökum atvinnulífsins vegna málsins, en Sólveig Anna sagði að ef Árni Valur drægi ekki uppsagnirnar til baka þá væri inni í myndinn að rifta nýnundirrituðum lífskjarasamningi. „Annað hvort láta SA sína félagsmenn vita af því að svona framkoma sé með öllu ólíðandi og tryggja einmitt að það sé hægt fyrir okkur sem samningsaðila að geta treyst því að orð standi eða þá já, að við höfum þá ekkert annað í stöðunni að gera,“ sagði Sólveig Anna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -