Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Kjartan Lárus Pálsson látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjartan Lárus Pálsson, fararstjóri og blaðamaður lést á Landspítalanum 3. apríl, áttræður að aldri. Greint er frá andláti Kjartans í Morgunblaðinu í dag.

Kjartan lætur eftir sig eiginkonu, Jónínu S. Kristófersdóttur og tvö börn, Dagbjörtu L. Kjartansdóttur Bergmann og Jón Bergmann Kjartansson, fimm barnabörn og sjö barnabarnabörn. Kjartan fæddist í Keflavík 6. október 1939, elstur þriggja systkina, sem bæði lifa bróður sinn.

Dagbjört L. Kjartansdóttir Bergmann greinir frá andláti föður síns í færslu á Facebook og segir að stefnt sé að því að streyma frá jarðarförinni vegna fjöldatakmarkana samkomubanns:

„Hann faðir minn, Kjartan Lárus Pálsson -klp- lést á spítala þann 3. apríl. Þeir sem sáu sönginn minn „You got á friend“ hér á fésinu mínu, þá ég sat á skrifstofunni hans að springa úr sorg og með tár í augum. Varð einhvernveginn að syngja til hans því ekki var hægt að heimsækja hann á spítalanum en hann var ekki með Covid. Við ætlum að reyna að fá að streyma jarðarförinni þar sem aðeins mega vera 20 í kirkjunni og starfsmenn dregnir frá. Þetta eru skrítnir og erfiðir tímar.“

Blaðamaður í 25 ár

Kjartan starfaði sem sjómaður og strætisvagna- og leigubílstjóri áður en hann hóf störf í blaðamennsku. Kjartan var mikill áhugamaður um íþróttir og hóf að skrifa íþróttafréttir fyrir Vísi, starfaði hann sem blaðamaður í um 25 ár, og skrifaði ýmist íþróttafréttir og almennar fréttir fyrir Vísi, Tímann og DV.

- Auglýsing -

Samhliða blaðamennsku starfaði Kjartan sem fararstjóri, fyrst hjá Samvinnuferðum-Landsýn og Úrvali-Útsýn, seinna tók fararstjórnin alveg yfir. Kjartan starfaði við fararstjórn á Spáni, Írlandi, Hollandi og Thailandi, svo eitthvað sé nefnt. Hann var gjarnan fararstjóri í golfferðum íslendinga erlendis, enda mikill áhugamaður um golfíþróttina og starfaði sem liðsstjóri unglinga- og karlalandsliðsins í golfi, auk þess að hann átti um tíma Íslandsmet yfir fjölda af holum í höggi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -