Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Klámsæknar löggur í Auschwitz

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra er vandi á höndum eftir að upplýst var að íslenskar lögreglukonur á ferð í Póllandi á vegum embættis hennar leigðu sér og félögum sínum nektardansara af karlkyni. Heimildin upplýsti um athæfi kvennanna og vísaði til Gunnars Rúnars Sveinbjörnssonar, lögreglumanns og upplýsingafulltrúa, sem segir málið vera alvarlegt.

Úppákoman átti sér stað í fræðsluferð íslenskra lögreglumanna og saksóknara lögregluembætta til Auschwitz í Póllandi í byrjun nóvember. Námskeiðið, sem sneri að hatursglæpum og uppgangi öfgaafla sóttu fulltrúar ýmissa lögregluembætta á landinu.

Uppákoman varð þegar þrjár konur frá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu þjónustu karlstrippara til að gleðja aðra þátttakendur á námskeiðinu. Myndum af skemmtuninni var dreift í lokuðum grúppum á Snapchat og öðrum samfélagsmiðlum. Samkvæmt Heimildinni mun uppátækið hafa valdið ólgu innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri stjórnar. Það kemur til kasta hennar að afgreiða starfsmannamál þessi.

Einhverjir úr hópi lögreglumanna munu haft gaman að athæfinu og telja það vera léttvægt. Aðrir eru á því máli að um sé að ræða brottrekstrarsök. Nafnleynd hvílir yfir því hverjar konurnar þrjár eru …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -