Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Klámvæðingin hefur áhrif á ofbeldið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Valdís Guðmundsdóttir, vaktstýra í Kvennathvarfinu, segist sjá breytingu varðandi kynferðislegt ofbeldi innan náinna sambanda og að hugsanlega megi rekja birtingamynd þess til aukinnar klámneyslu.

„Það er verið að biðja um hluti í kynlífi sem konan vill ekki og þessar nýju áherslur bera keim af því sem fólk sér í klámmyndum. Maður heyrir líka af því að fólk í samböndum sé neytt til að stunda kynlíf með öðrum en makanum. Ég myndi ekki segja að það væri algengt, en það hefur aukist síðari árin að konur segi frá slíku.“

Opnari umræða

Hildur segir að ákveðin vitundarvakning varðandi kynferðisofbeldi í nánum samböndum hafi átt sér stað.

„Ofbeldishringurinn er alltaf sá sami. Það sem hefur breyst er að nú er farið að opna meira á umræðu um kynferðisofbeldi innan sambanda,“ segir hún. „Konur í samböndum hafa oft ekki litið á það sem kynferðislegt ofbeldi eða nauðganir þótt þær séu neyddar til kynlífs, það var bara hluti af því að vera með manninum. Nú er farið að líta öðruvísi á það. Þú mátt segja nei ef þig langar ekki að eiga kynmök, hvort sem það er maki þinn eða einhver annar sem fer fram á það.“

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Áhrifin á börn mun meiri en við höldum

Mynd / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur Yves Saint Laurent á Íslandi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -