- Auglýsing -
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ er snúin aftur eftir stutt leyfi; hún er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands.
Von er á yfirlýsingu frá KSÍ vegna málsins í kvöld, en sagt var frá því 1. september síðastliðinn að Klara væri komin í leyfi frá vinnu.
Birkir Sveinsson, sem er sviðsstjóri innanlands, tók þá við starfi Klöru tímabundið.
Klara fór í leyfi er umræða um kynferðisbrot innan KSÍ komst í hámæli í lok ágúst, en Guðni Bergsson lét þá af störfum sem formaður KSÍ.